Vélsmiðjan Logi bætir Neyðarkalli í safnið

Miðvikudagur, 8. nóvember 2023

Vélsmiðjan Logi á Patreksfirði bætti Neyðarkalli í safnið.

Eins og sjá má á myndinni er komið flott safn af stórum Neyðarköllum á kaffistofunni þeirra.

Barði Sæmundsson, verkstjóri og eigandi, smíðaði hillu undir safnið og hafði orð á því í ár að nú þyrfti hann að fara að smíða aðra hillu fyrir þá kalla sem komast ekki fyrir á hillunni sem er nú þegar til staðar.

Við þökkum Vélsmiðjunni Loga kærlega fyrir stuðninginn.