Salan á neyðarkallinum 2023 er hafin

Fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006 og er því um að ræða 18. skipti sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.

Sala á Neyðarkalli fer fram fram 2. til 5. nóvember 2023 og hægt er að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum okkar í verslunum á svæðinu.