Nú styttist í gleðina og galsann sem jólunum fylgja. IKEA geitin komin upp og Stefán Máni búinn að gefa út nýjustu spennusöguna um Hörð. Maður svona skynjar að jólin séu á næsta leyti.
Björgunarsveitin Blakkur hefur um árabil tekið þátt í gleðinni með Grýlu og Leppalúða og jólasveinunum 13 sem koma til byggða. Einhvern vegin verða jú bræðurnir að koma öllum þessum pökkum og kartöflum á sinn stað.
Við hvetjum foreldra til að fylgjast með þegar nær dregur, það er aldrei að vita nema við hjálpum pörupiltum Grýlu og Leppalúða um þorpið.