Gakktu í sveitina

Hverjir geta gengið í björgunarsveitir?

Allir sem eru orðnir 18 ára og telja sig líkamlega og andlega færa um að sinna björgunarstörfum geta byrjað í nýliðaþjálfun björgunarsveitanna. Einungis þeir sem hafa lokið nýliðaþjálfun geta gerst fullgildir meðlimir. Æskilegt er að hafa fyrirfram reynslu af útivist en ekki nauðsynlegt.

Að vera í björgunarsveit er ekki eintóm vinna, heldur fær maður líka að ferðast og stunda mikið og skemmtilegt félagsstarf með sveitinni.

Gakktu í Björgunarsveitina

Ef þú mætir skilyrðunum hér að ofan erum við spennt á fá þig í sveitina. Við bjóðum upp á fullt af tækifærum til að kynnast útivist og notkun á búnaði sveitarinnar.

Sendu inn beiðni hér til hliðar. Beiðnin fer beint á borðið hjá stjórn Blakks og í kjölfarið verður haft samband við þig.

Hlutverk Björgunarsveita

Björgunarsveitir (sem heita sumar hjálparsveitir) eru félög um allt land sem hafa það hlutverk að starfa að björgun, leit og gæslu í þágu almennings.

Björgunarsveitir bjarga mannslífum og verðmætum. Verkefni þeirra eru ótrúlega fjölbreytt, en sem dæmi má nefna björgun úr snjóflóðum, óveðursútköll, björgun úr sjávarháska, björgun á fjöllum og jöklum, leit að týndu fólki, sjúkragæsla á útihátíðum og íþróttaviðburðum, aðstoð við fórnarlömb náttúruhamfara hérlendis sem erlendis og margt fleira. Verkefnin geta verið nokkuð mismunandi eftir landshlutum og sérhæfingu sveitanna. Allir sem starfa í björgunarsveit eru sjálfboðaliðar sem eyða miklum tíma í þjálfun.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er landssamband björgunarsveita og slysavarnadeilda . Innan Landsbjargar eru 99 björgunarsveitir, 33 slysavarnadeildir og 54 unglingadeildir.