Stjórnarfundur #119

Dags:
10. október, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
20:0020:50
Nefndarmenn:
Siggeir Guðnason - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Halldóra Braga Skúladóttir - Nefndarmaður
Stefán Jón Pétursson - Nefndarmaður
Smári Gestsson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

119. Stjórnarfundur

1. Samningur Blakks og björgunarbátasjóðs

Rætt um að endurskoða samninginn sem við höfum. Til er beinagrind að samningi hjá SL sem Smári ætlar að fá afrit af.

2. Haustfundur björgunarbátasjóða

Smári fer yfir það hvað fram kom á þeim fundi sem haldinn var um síðustu helgi.

3. Björgunarskip

Rætt um möguleikana til að fjármagna nýtt björgunarskip. Hvert getum við leitað til að fá aðstoð við að fjármagna nýtt skip á þetta svæði.

4. Styrktarbeiðnir

Arna Margrét og Stefán sendu inn styrktarbeiðnir 2. október sl. En þau stefna á að fara á fagnámskeið í aðgerðarstjórnun seinna í þessum mánuði. Námskeiðið kostar 170.000 kr á mann. Stjórn samþykkir að styrkja þau.

5. Sigurðarbúð

Þegar stjórnin mætti á þennan fund kom í ljós leki í Andrésarstofu. Sprunga hefur myndast upp í loftinu og kominn er leki. Þetta verður skoðað við fyrsta tækifæri svo hægt sé að laga þetta.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50