Stjórnarfundur #118

Dags:
12. september, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
19:3020:40
Nefndarmenn:
Siggeir Guðnason - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Halldóra Braga Skúladóttir - Nefndarmaður
Stefán Jón Pétursson - Nefndarmaður
Guðmundur Pétur Halldórsson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

118. Stjórnarfundur

1. Verkfæri

Rætt um að fjárfesta í SDS borvél. Einnig kemur upp sú hugmynd að kaupa keðjusög. Einnig talað um að kaupa tvær rafhlöður og hraðhleðslustöð. Skoðuð tæki frá Verkfærasölunni þar sem við eigum nokkur tæki þaðan. Siggeir tekur að sér að græja þessu.

2. Hurð

Endurnýja þarf hurðina (aðaldyrnar) fyrir veturinn þar sem hurðin er orðin slöpp og læsingin farin að klikka. Haft verður samband við Sigurpál varðandi það. Talað um að snúa hurðinni (opna hana upp í vindinn) og hafa hana með glugga. Ekki þriggja punkta læsing. Arna Margrét tekur að sér að heyra í Sigurpáli.

3. Vetrarstarf

Rætt um starf vetrarins og hvernig skipulagið í kringum það eigi að vera. Vera oftar með æfingar heldur en vinnukvöld. Talað um að vera dugleg að æfa hitt og þetta, t.d. fjarskipti þar sem mikið er af nýjum meðlimum. Rætt um hrista hópinn meira saman með t.d. jeppaferðum upp á fjall. Upp kemur hugmynd um að halda fjölskyldudag. Einnig rætt um að hafa kynningakvöld/nýliðakvöld. Ekki ákveðin dagsetning fyrir það.

4. Unglingadeild

11 unglingar sem hafa áhuga á starfinu. Finna þarf dagsetningu fyrir kynningakvöld til að kynna starfið fyrir þeim sem skráðu sig á skráningarblað sem sett var upp í skólanum í síðustu viku.

5. Félagatal

Rætt um að yfirfara félagatalið. Hafa samband við fólk sem er skráð á félagatalið til að kanna hvort það vilji vera þar eða ekki. Taka út þá sem hafa ekki verið virkir í lengri tíma eða búa ekki hér á svæðinu.

6. Önnur mál

- Húsnæði Enn og aftur berst talið að því að Sigurðarbúð er orðin of lítil fyrir sveitina. Talið berst að því að fara á fund til Skjaldar og ræða um möguleikann á að kaupa bilið sem Oddi á hér við hliðina á okkur. - Hundanámskeið. Námskeið á vegum BHSÍ í víðavangsleit verður haldið hér dagana 15. – 17. september. BHSÍ fær afnot af Sigurðarbúð föstudags- og laugardagskvöld. - Björgunarskip. Rætt um fundinn sem var haldinn í vor með fulltrúum frá Vesturbyggð. Þurfum að skoða það að hittast að nýju og ræða nánar um endurnýjun á björgunarskipi. - Fundarboð. Rætt um boðun á stjórnarfundi. Þar sem það eru ekki allir meðlimir sem nota á Facebook þá er talað um að boða með sms og/eða tölvupósti. - Flotgallar. Yfirfara þarf alla flotgalla í húsi og í Verði. - Hjálmar. Kaupa þarf fleiri sjóhjálma til að nýta á bátnum og kaupa í á intercom.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:40