Stjórnarfundur #117

Dags:
17. maí, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
18:0018:50
Nefndarmenn:
Halldóra Braga Skúladóttir - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Stefán Jón Pétursson - Nefndarmaður
Smári Gestsson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

117. Stjórnarfundur

1. Landsþing

Rætt um ný afstaðið landsþing sem var á Akureyri 12. – 13. maí. Stiklað á stóru á því sem kom fram á þinginu.

2. Bátur

Báturinn frá Hafsport kemur til landsins í næstu viku. Ættum að geta fengið hann afhentan um næstu mánaðarmót.

3. Félagatal

Rætt um að fara yfir félagatalið. Hugmynd um að hafa samband við þá sem eru á félagatalinu og kanna hvort þeir vilji vera áfram skráðir eða ekki. Margir skráðir á félagatalið sem hafa ekki mætt í langan tíma eða hafa bara aldrei mætt. Stjórnin tekur það að sé að byrja vinnuna á þessu í haust.

4. Sjómannadagshelgi

Rætt um vaktirnar okkar sem við erum með á föstudags- og laugardagskvöldi. Upp kemur sú hugmynd að hafa vaktinar á svipuðum tíma og skemmtun fer fram í FHP. Þannig væri hægt að manna eina vakt sem væri á vakt frá ca. 23.00 – 04.00. Auglýst verður eftir fólki á vaktirnar.

5. Bíldudals grænar

Eru um mánaðarmótin júní/júlí. Mönnum þar vakt. Haft verður samband við baunanefndina um tímasetningar á þeirri vakt.

6. Björgunarskip

Fjarfundur verður annað kvöld með Erni Smárasyni, verkefnastjóra sjóbjörgunar hjá SL, varðandi nýtt björgunarskip. Ýmsar umræður um hvernig hægt sé að fjármagna nýtt skip.

7. Unglingastarf

Rætt um að efla unglingastarfið næsta haust.

8. Hjóladagur

Slysavarnadeildin verður með hjóladag í næstu viku. Við mætum þangað með hjólin okkar.

9. Húsamál

Talið berst að húsnæðismálum okkar. Sjáum ekki fyrir okkur að björgunarmiðstöð verði að veruleika. Eins og staðan er í dag eru engar lóðir fyrir slíkt. Umræðan berst að því að tala við Odda hf um rýmið við hlið okkar og athuga hvort möguleiki sé á að kaupa það. Einnig rætt að kominn sé tími á að skipta um járn á gaflinum að framanverðu og gönguhurð á þeim gafli.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50