Stjórnarfundur #116

Dags:
18. apríl, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
20:0021:15
Nefndarmenn:
Halldóra Braga Skúladóttir - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Stefán Jón Pétursson - Nefndarmaður
Þorbjörn Guðmundsson - Nefndarmaður
Guðmundur Pétur Halldórsson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

116. Stjórnarfundur

1. Beiðni frá formanni

Þann 30. mars 2023 setti Siggeir inn beiðni á facebook hóp stjórnarinnar það sem hann óskaði eftir ótímabundnu leyfi frá störfum sem formaður Blakks. Stjórnin samþykkir að veita Siggeir leyfið og það er í höndum Halldóru að koma skilaboðum til hans varðandi það. Á meðan Siggeir er í leyfi er Halldóra sitjandi formaður þar til Siggeir kemur til baka.

2. Flugslysaæfing

Vitað er um þrjá sem ætla að taka þátt fyrir hönd sveitarinnar á æfingunni. Svæðisstjórn hafði samband við Stefán og óskaði eftir því að hann tæki að sér hlutverk flutningsstjóra. Rætt um hvort tímasetning æfingarinnar hafi áhrif á þátttökuna. Rætt um hvort taka eigi færanlegu gáttina með á æfinguna.

3. Hópstjóri

Eftir síðasta stjórnarfund var sett inn auglýsing á fb-hóp sveitarinnar þar sem óskað var eftir tveimur sem vilja taka að sér hópstjórn í minniháttar útköllum/verkefnum. Svar kom frá einum sem vildi taka þetta að sér, Stefán Jón.

4. ICT – aðgangsstýrikerfi

Stýrikerfið er að mestu komið til Eyfarafs (Stefáns). Rætt um staðsetningu skápsins sem hýsir búnaðarstýringuna. Hugsanleg staðsetning upp á lofti eða fyrir ofan tækjaskápinn.

5. Viðhald

Rætt um viðhald á Sigurðarbúð. Skoða þarf að setja upp nýja aðalhurð. Skoða þarf gluggana og „ditta“ að þeim. Einnig rætt að kominn sé tími á að skipta um járn utan á húsinu.

6. Sjómannadagshelgin

Dagsetning helgarinnar í ár er 1. – 4. júní (fimmtudagur til sunnudags). Erum með gæslu föstudags- og laugardagskvöld. Þurfum að manna vaktirnar sem eru í heildina fjórar, tvær hvort kvöld og þurf að vera tveir á hverri vakt.

7. Bíldudals grænar baunir

Gæsla á útiskemmtun laugardaginn 1. júlí. Á vaktinni eru a.m.k fjórir á vakt.

8. Björgunarskip

Talið berst að fjáröflun fyrir nýtt björgunarskip og hvað við getum gert hér á okkar svæði. Getum leitað til útgerða og fiskvinnslufyrirtækja hér á svæðinu. Skoða það að leita til sveitarfélagsins líka.

9. Aðgerðargrunnur

Talið berst að skráningum í aðgerðargrunninn. Hægt að nýta aðgerðargrunninn í að skrá inn t.d. vinnukvöld, rita fundargerðir og fleira.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15