Stjórnarfundur #115

Dags:
24. mars, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
20:0021:35
Nefndarmenn:
Siggeir Guðnason - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Halldóra Braga Skúladóttir - Nefndarmaður
Stefán Jón Pétursson - Nefndarmaður
Þorbjörn Guðmundsson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

115. Stjórnarfundur

1. Verkaskiptingk stjórnar

Þar sem þetta er fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund þarf að tilnefna einhvern innan stjórnarinnar sem ritara. Arna Margrét tilnefnd og stjórn samþykkir það.

2. Hópstjóri

Nefnt að auglýsa innan sveitarinnar eftir tveimur sem vilja taka að sér hópstjórn í minniháttar útköllum/verkefnum. Arna Margrét tekur að sér að auglýsa það.

3. Merkingar á bát

Rætt hvernig merkja eigi bátinn sem við eigum von á. Viljum merkja hann á hliðunum með Björgunarsveit – SAR. Merkja hann með logo Blakks – aftast. Landsbjargar logo framarlega á bátnum. Merkja hann með nafni og staðsetja það fyrir framan merkingar Kontra. Hugmynd að nafni: Farsæll. Einnig rætt að opna umræðu um nafngiftina inn á fb-hóp sveitarinnar.

4. Landsþing

Þingið verður haldina dagana 12. – 13. maí á Akureyri. Munum senda fulltrúa á þingið, allavega einn, kannski fleiri. Þurfum að nýta atkvæðisréttinn okkar, erum með tvö atkvæði.

5. Flugslysaæfing

Verður haldin 29. apríl á Bíldudalsflugvelli. Sett verður inn eftir helgina póstur á fb-hóp varðandi þátttöku og ítrekað strax eftir páska en þá verða allir sem ætla að taka þátt að svara.

6. Tetra

Þurfum að endurnýja Tetrastöðvar. Þurfum að panta 3 stk (bluetooth) ásamt head-setti og aukabatteríum. Stjórn samþykkir það.

7. Svörun í SAR-eye

Þurfum að skoða það að fá mannskapinn til að nota SAR-eye appið þegar útköll koma. Það hjálpar mikið til við að sjá mætingu í útköll. En svörin í spjallhóp sem sveitin er með hefur verið mjög misjöfn.

8. Vettvangsstjórn

Stefán sýnir og segir frá vettvangsstjórnunarbíl sem er á svæði 11. Rætt um það hvort þetta sé eitthvað sem koma þurfi upp hér á þessu svæði.

9. ICT - aðgangsstýrikerfi

Stefán sýnir tilboð frá Securitast fyrir ICT aðgangsstýrikerfi á útidyrahurðirnar í Sigurðarbúð. Þá geta virkir félagar fengið aðgangsskort til að komast inn í húsið og geta verið með það í símanum líka. Stjórninni líst vel á þetta. Ákveðið að Stefán yfirfari tilboðið og skoði hvað við þurfum þessu tengt og hvað ekki. Þetta verður svo samþykkt þegar nýtt tilboð kemur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:35