Aðalfundur #114

Dags:
15. nóvember, 2023
Fundarstaður:
Andrésarstofu, Sigurðarbúð, Patreksfirði
Fundartími:
19:0020:40
Nefndarmenn:
Siggeir Guðnason - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Smári Gestsson - Gjaldkeri
Halldóra Braga Skúladóttir - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir
Fundargestir:

114. Aðalfundur

1. Fundarsetning

Siggeir formaður, setur fundinn. Býður fundagesti velkomna. Fundurinn kýs sér fundarritari og fundarstjóra. Siggeir leggur til að Arna Margrét riti fundinn og að Maggý Hjördís Keransdóttir fundarstjóri. Fundurinn samþykkir það.

2. Skýrsla stjórnar

Siggeir fer yfir liðið ár. Segir frá hversu margir fundir voru haldnir, segir frá vinnukvöldum og æfingarkvöld. Sex námskeið voru haldin á tímabilinu. Útköll á tímabilinu voru 18, fimm hjá Verðinum og 11 þjónustuverkefni. Æft var einu sinni með þyrlu LHG. Svo þetta hefðbundna eins og neyðarkall og flugeldasala.

3. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram

Arna Margrét fer yfir ársreikningana. Þeir eru síðan bornir upp til samþykktar. Ársreikningar eru samþykkir með öllum greiddum atkvæðum. Síðan lagt til að í næstu ársreikningum sé sér liður fyrir hagnað varðandi flöskumóttöku.

4. Inntaka nýrra félaga

Einar Helgason, Páll Líndal, Unnsteinn Líndal, Krzysztof Krupa, Kris Bay og Stefán Jón Pétursson eru teknir inn sem fullgildir félagar í sveitina. Emil Pálsson tekinn inn sem nýliði. Fundurinn klappar fyrir þeim.

5. Kosning formanns

Siggeir gefur kost á sér áfram næstu tvö árin. Fundurinn klappar fyrir því.

6. Kosning varaformanns og gjaldkera

Þessi liður fellur niður á þessum fundi þar sem ekki eru liðnir tveir aðalfundir frá síðustu kosningu.

7. Kosning tveggja meðstjórnenda

Smári Gestsson gefur kost á sér. Stefán Jón Pétursson gefur kost á sér. Fundurinn samþykkir samhljóða.

8. Kosning varastjórnar

Þorbjörn Guðmundsson gefur kost á sér. Guðmundur Pétur Halldórsson gefur kost á sér. Vilhelm Snær heldur sínu sæti sem þriðji varamaður. Fundurinn klappa fyrir því.

9. Kosning skoðunarmanna reikninga

Valur Smárason gefur kost á sér og Smári Gestsson til vara. Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál

- Þakkir. Valur þakkar stjórn fyrir góð störf og nefnir að það gleymist oft að það er mikil vinna á bak við það að sitja í stjórn og reka björgunarsveit. Keran nefnir það að aldur skiptir ekki máli í setu í stjórn og það er vel hægt að sitja í stjórn án þess að vera á útkallslista. Það er mikilvægt að sá sem tekur að sér setu í stjórn hafi áhuga á sveitarstarfi, efla það og halda því gangandi. - Svæðaskipting. Arna segir frá fundi sem haldinn verður 20. mars með svæðisstjórn á sv. 6 og 8 ásamt stjórnum Blakks, Lómfells og Heimamanna. En taka þarf ákvörðun um svæðaskiptingu á milli svæða 6 og 8. - Bátur. Siggeir segir frá plastbátnum sem við erum að kaupa hjá Hafsport. Búið er að borga staðfestingargjaldið. Sýndar myndir sem finna má á heimasíðu Hafsports. Bátnum fylgir kerra og ýmis búnaður ásamt mótor.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:40