Farið yfir ársreikningana fyrir tímabilið 01.07.2021 – 30.06.2022. Stjórnin fer yfir reikningana. Ein athugasemd kom frá skoðunarmanni reikninga varðandi afskriftir. Reikningar samþykktir og undirritaðir af stjórn.
Stefnt að því að halda hann miðvikudaginn 15. mars kl. 19.00.
3. Styrktarbeiðni til kvenfélagsins
Sótt var um styrk að upphæð 500.000 kr sem fer upp í GPS og fjarskipti í léttabátinn sem við erum að kaupa
4. Styrktarbeiðni til slysavarnadeildarinnar
Ákveðið að sækja um styrk fyrir flotgöllum, hjálmum og fjarskiptabúnaði í hjálmana fyrir fjóra. Smári setur fyrirspurn inn á FB í hópinn Sjóbjörgunarsveitir SL um hvar væri best að kaupa slíkan búnað.
5. Fjáröflun björgunarskips
Rætt um að koma af stað einhverri söfnun fyrir nýju björgunarskipi. Rætt um möguleikana hér á okkar svæði. Þetta er verkefni sem þarf að fara í ásamt björgunarbátasjóði V-Barð.