Stjórnarfundur #112

Dags:
19. janúar, 2023
Fundarstaður:
Húsakynni Blakks
Fundartími:
20:0020:50
Nefndarmenn:
Siggeir Guðnason - Formaður
Arna Margrét Arnardóttir - Ritari
Arna Margrét Arnardóttir - Gjaldkeri
Halldóra Braga Skúladóttir - Nefndarmaður
Jónas Þrastarson - Nefndarmaður
Ritari:
Arna Margrét Arnardóttir

112. stjórnarfundur

1. Styrktarbeiðni

Stjórn sveitarinnar barst styrktarbeiðni frá Stefáni Jóni. Hann ætlar að sitja námskeiðið Smáskipanámskeið á vegum SL og Tækniskólans. Kostnaður námskeiðsins er 305.000 kr og óskar hann eftir styrk fyrir námskeiðsgjaldinu. Námskeiðið veitir honum skipstjórnarréttindi á björgunarskip. Stjórn samþykkir að styrkja hann fyrir námskeiðsgjaldinu.

2. Varmadælur

Siggeir óskaði eftir við G. Egilsson að fá tilboð í varmadælur fyrir Sigurðarbúð. Tilboðið er um 340.000, innifalið í því er ein dæla, þak yfir dæluna, festingar og rör. Stjórn samþykkir að taka tilboðinu og felur Siggeir að hafa samband við G. Egilsson.

3. Vinnukvöld

Siggeir og Smári hafa mikið séð um að draga vagninn og halda utan um vinnukvöldin. Siggeir ræðir um það að gott væri að fá fleiri til að taka að sér að sjá um vinnukvöld. Smári nefnir að hægt sé að auglýsa inn á FB-hópnum eins og gert hefur verið og óskað eftir fólki til að sjá um vinnukvöld.

4. Vörður

Vörður er á leið í slipp hjá Stálorku. Ekki er komin tímasetning en hann fer vonandi fljótlega

5. Svæðaskipting

Stjórn barst erindi fyrr í dag frá Landsstjórn björgunarsveita. Erindið fjallar um svæðamörk svæða 5, 6, 7 og 8. Ósamræmi er á milli svæðismarka svæðanna og umdæma lögregluembætta. Landsstjórn biður stjórnir sveita og svæðisstjórna á þessum tilteknu svæðum að ræða erindið. Óskað er eftir umsögnum ekki seinna en 31. janúar. Boðað verður á fjarfundi fyrir svæðin í febrúar. Stjórn ræðir um þetta og allir sammála um það að það sé Heimamanna að velja hvaða svæði þeir vilja tilheyra. En við bjóðum Heimamenn velkomna á svæði 6 ef þeir ákveða að velja það en teljum að bæði svæði 6 og 8 henti þeim vel. Við teljum líka að ef Heimamenn flytjist yfir á svæði 8 eflist það svæði svæðisstjórnarlega séð.

6. 112 dagurinn

Er á laugardegi í ár. Ein hugmynd er sú að viðbragðsaðilar byrjir allir saman á Bíldudal, færi sig yfir á Tálknafjörð og endi svo á Patreksfirði. Arna tekur að sér að senda út póst eftir helgina varðandi þetta.

7. Flugslysaæfing

Verður í þetta sinn í apríl, hugmyndir að dagsetningum eru laugardagarnir 15., 22. og 29. apríl. Við leggjum til 22. eða 29. apríl.

8. Minningardagur

Haldin verður minningardagur 22. Janúar vegna þess að þá eru liðin 40 ár frá snjóflóði sem féll hér. Viðbragðsaðilar hvattir til að mæta í merktum fatnaði. Dagskrá má finna inn á vef Vesturbyggðar. Minningarstund verður í kirkjunni, athöfn við minnisvarðann og kaffi í FHP.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50