Fjáröflun - Ykkar stuðningur skiptir máli

Fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Til að geta staðið myndarlega að Björgunarstarfi og ungliðastarfi þarf töluvert fjármagn. Tvær af stærstu fjáröflunum okkar eru framundan en það er sala á Neyðarkallinum og Flugeldasalan. Mikilvægt er að vel takist til og leggst því björgunarsveitirnar um land allt á eitt til að fjáröflunin heppnist sem best.

Stærsta fjáröflunin er án vafa sala á flugeldum en þar gefst íbúum tækifæri að styrkja starfið okkar myndarlega og fá í staðin flugelda til að kveðja gamla árið með hvelli.