Til að geta staðið myndarlega að Björgunarstarfi og ungliðastarfi þarf töluvert fjármagn. Tvær af stærstu fjáröflunum okkar eru framundan en það er sala á Neyðarkallinum og Flugeldasalan. Mikilvægt er að vel takist til og leggst því björgunarsveitirnar um land allt á eitt til að fjáröflunin heppnist sem best.
Stærsta fjáröflunin er án vafa sala á flugeldum en þar gefst íbúum tækifæri að styrkja starfið okkar myndarlega og fá í staðin flugelda til að kveðja gamla árið með hvelli.