Um Okkur

Björgunarsveitin Blakkur var stofnuð 1968 á Patreksfirði. Þegar sveitin var stofnuð var nafn hennar björgunarsveit Patreksfjarðar en var síðar breytt í björgunarsveitin Blakkur með tilvísan í fjallið Blakk í Patreksfirði sem er einkenni hennar í nafni og merki.

Bjsv. Blakkur starfar innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og starfar á svæði 6 í samstarfi við aðrar björgunarsveitir sem staðsettar eru  á Tálknafirði, Bíldudal, Barðaströnd og í Rauðasandshreppi og ekki er óalgengt að þessar björgunarsveitir starfi saman í stærri útköllum.

Aðsetur sveitarinnar er í Sigurðarbúð sem vígð var á 40 ára afmæli sveitarinnar í september 2008 en þar áður var Andrésarbúð sem þjónaði bjsv. Blakk vel í mörg ár á undan Sigðurðarbúð. Bjargir sveitarinnar samanstanda af Toyota Landcruiser 70 – 44“  breyttum, tveimur Can-Am fjórhjólum þar af annað á beltum á veturna, gúmmíbjörgunarbát og fluglínutækjum auk þess sem öflugur leitarhundaflokkur er starfandi í sveitinni.

Eigandi lénsins Blakkur.is er björgunarsveitin Blakkur, kt. 490481-0369, Þórsgötu 11, Patreksfirði.

Frekari spurningar, ábendingar eða hvað það erindi sem kunna að bera á góma berist stjorn(hjá)blakkur.is

29. janúar 2010 |