Blakkur 1

img_4427_1140x760Björgunarsveitin Blakkur á 44″ breyttan fjallajeppa sem er af gerðinni Toyota Landcruiser 70. Kallmerki bílsins er „Blakkur 1“. Hann var keyptur nýr og breyttur 2001 en í umræðunni um endurnýjun er kostnaður við nýjan fjallajeppa svo mikill að sveitin tók ákvörðun um að eiga hann áfram, halda honum vel við og einbeita sér að kaupum á öðrum tækjabúnaði til nota við björgunaraðgerðir.

Eins og fyrr segir er hann breyttur fyrir 44″ dekk en að öllu jöfnu er hann á 38″ dekkjum nema um hávetur þegar hann er settur stærri dekkin. Í bílnum er 4,2 lítra 6-cyl línuvél diesel með túrbínu sem sett var í hann hérna á Íslandi þegar bílnum var breytt. Án túrbínu er vélin um 138hp en er eitthvað í kringum 160hp með túrbínu. Árið 2010 var sett í bílinn auka millikassi eða lóló eins og það er stundum kallað og bætti það við möguleika bílsins í snjóakstri. Bíllinn tekur 6 manns í sæti með ökumanni eða 4 og einar börur þegar sætaskipun er breytt fyrir þær. Öll sætin aftur í bílnum er hægt að losa og taka úr bílnum ef flytja þarf tvær börur styttri leiðir eða ferja búnað á milli staða en þá tekur hann bara bílstjóra og einn farþega frammi í bílnum.

Búnaður bílsins telur meðal annars: Tetra talstöð cleartone cm9000, VHF talstöð, CB talstöð, sírenu með gjallarhorni, forgangsljós blá, Garmin Gpsmap 278, Huawei 3G langdrægt router fyrir síma og Internet, 12vDc í 230vAc Inverter, leitarkastari, sjúkrataska með súrefnistækjum og hjartastuðtæki, Spil ComeUp, loftdæla(rafmagns), fjölda ljóskastara fyrir akstur og vinnuljós, Drullutjakkur festur og járnkarl festur. Einnig er til snjóakkeri sem stundum er haft með þegar þess þarf með. Skel(börur) er fest á toppinn á bílnum auk þess sem á toppnum á honum eru tvö stór geymsluhólf.

img_8791_1140x760Framtíðaráform um útbúnað bílsins telja meðal annars reimdrifna loftdælu sem er mun afkastameiri en núverandi dæla, einhverjar breytingar á ljósabúnaði og heyrst hefur B-sjúkrabíll þó það sé á algeru umræðustigi. Talað hefur verið um að fara með hann í sprautun og merkingu og yfirhalningu á vél og ekki er ólíklegt að af því verði í framtíðinni til að bíllin haldi áfram að þjóna okkur vel.

 

 

4. október 2012 |