Björgun 2012

Ráðstefnan Björgun 2012 var haldin núna um helgina á Grand Hótel Reykjavík.

Blakkur átti 10 fulltrúa á ráðstefnunni sem hlustuðu á hina ýmsu fyrirlestra yfir helgina. Einnig var mikið að tækjum og tólum sem hægt var að skoða frá öðrum sveitum og var líka vörusýning.

Mikið úrval var að fyrirlestrum og var stundum erfitt að ákveða hvað skyldi velja, t.d. voru fyrirlestrar um hálendisvaktina, OziExplorer kortaforritið, vélsleða í björgunaraðgerðum, fallhlífahóp FBSR og svona mætti lengi telja.

Eftir að fyrirlestrum lauk á sunnudeginum stóð okkur til boða að skoða nýja varðskipið, Þór og vorum við nokkur sem fórum í skoðunarferð.

Mikil ánægja var í hópnum okkar með ráðstefnuna og alveg öruggt að einhver okkar verða á ráðstefnunni árið 2015.

Fyrir hönd bjsv. Blakks vil ég þakka fyrir frábæra og fræðandi helgi.

Arna Margrét.

 

Comments are closed.