Sameiginlegur fundur

Nokkrir félagar úr björgunarsveitinni fóru í dag á Þingeyri á sameiginlegan fund eininga á svæði 6 og 7. Stjórnir eininganna byrjuðu daginn á því að funda með stjórn SL og á meðan kynntu aðrir félagsmenn sér starf björgunarskólans.Var þar farið yfir starf sveitanna og það sem framundan er.

 

Eftir hádegismatinn voru málstofur og þannig mátti fræðast um unglingamál, slysavarnarmál, Safetravel, hálendisvaktina, fjarskiptamál,  fjáraflanir, aðgerðarmál og fleira.

 

Góður og fræðandi dagur. Allir komu heim ánægðir eftir daginn.

Comments are closed.