112 – dagurinn.

112 dagurinn var haldin hátíðlegur hér á Patreksfirði 11. febrúar sl.

Vorum við með opið hús ásamt slysavarnadeildinni Unni og unglingadeildinni Vestra.

Konurnar kynntu starfið sitt ásamt því að sjá um léttar veitingar fyrir gesti og gangandi.

Unglingadeildin sá um klifurvegginn sinn og aðstoðaði þá sem vildu prufa hann.

Við sýndum búnaðinn okkar og einnig vorum við búin að setja upp líkan af fluglínutæki og vorum með myndband sem sýndi gerð líkansins. Einnig vorum við með myndbönd sem sýndu frá fluglínuæfingunni okkar sem var fyrr í mánuðinum.

Þröstur og Jónas sýndu vetrarleit ásamt hundunum Lassa og Keano. Fundu þeir þennan fína snjókafl rétt fyrir utan og leyfðu þeir þeim sem vildu að leika fígúrant, s.s. vera „týnd/ur“ inn í snjóskaflinum og hundarnir skiptust á að leita og grafa fólkið út.

Margt fólk kom og kíkti á okkur.

Síðan milli 16.00 og 17.00 komu slökkviliðið, lögreglan og sjúkraflutningamenn á svæðið og sýndu sína bíla. Síðan var farið tvo hringi um bæinn á öllum bílum sem voru á svæðinu og fengu börnin að sitja í.

Vel heppnaður dagur í alla staði og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.

Hér koma nokkrar myndir og hægt er að sjá fleiri myndir á facebook síðunni okkar.

Arna Margrét.

Skildu eftir svar