Miðvikudagur, 8 nóvember 2023

Vélsmiðjan Logi bætir Neyðarkalli í safnið

Vélsmiðjan Logi á Patreksfirði bætti Neyðarkalli í safnið. Eins og sjá má á myndinni er komið flott safn af stórum Neyðarköllum á kaffistofunni þeirra. Barði Sæmundsson, verkstjóri og eigandi, smíðaði hillu undir safnið og hafði orð á því í ár að nú þyrfti hann að fara að smíða aðra hillu fyrir þá kalla sem komast […]
... lesa meira
Miðvikudagur, 8 nóvember 2023

Oddi hf

Fiskvinnslan Oddi hf. styrkti Blakk með kaupum á Neyðarkalli. Oddi hf. rekur útgerð og er framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er fyrirtækið þekkt á mörkuðum heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu. Skjöldur Pálmason tók á móti neyðarkallinum sem Þröstur Reynisson sá um að afhenda. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
... lesa meira
Miðvikudagur, 8 nóvember 2023

Westfjords Adventures

Westfjords Adventures styrkti okkur með því að kaupa af okkur Neyðarkall í ár. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Auður Steinberg tók á móti neyðarkallinum frá Þresti Reynissyni. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
... lesa meira
Miðvikudagur, 8 nóvember 2023

Akstur og köfun

Þröstur Reynisson fór og afhenti fyrirtækinu Akstur og köfun sinn neyðarkall. Guðlaug Hartmannsdóttir tók við honum fyrir hönd fyrirtækisins. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn.  
... lesa meira
Föstudagur, 3 nóvember 2023

Eimskip á Patreksfirði leggur lið

Ágúst 2021 tók Eimskip við keflinu af Nönnu ehf í flutningum til og frá svæðinu. Það var Edda Fanney Jónsdóttir sem veitti neyðarkallinum viðtökum. Þökkum Eimskip kærlega stuðninginn.
... lesa meira
Föstudagur, 3 nóvember 2023

Fjölval svarar neyðarkallinu

Verslunin Fjölval er rekið af Smáulind ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Gunnhildar Þórisdóttur og Hauks Más Sigurðarsonar og dóttur þeirra Elvu Mjöll Hauksdóttur sem jafnframt er verslunarstjóri. Verslunin þjónustar allt suðursvæði Vestfjarða, þ.e. Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð ásamt dreyfbýli. Elva Mjöll, verslunarstjóri, tók við neyðarkallinum af Örnu Margréti, gjaldkera Blakks. Hjartans þakki fyrir […]
... lesa meira